Sumarstörf
Við erum Orkuveitan
Orkuveitan er móðurfélag Veitna, Orku náttúrunnar, Ljósleiðarans og Carbfix. Við styðjum vaxandi samfélag, heimili og atvinnulíf með nýsköpun í orku, veitustarfsemi og kolefnisbindingu. Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Innan Orkuveitunnar starfa yfir 500 manns í fimm fyrirtækjum og starfsemi okkar er í senn mikilvæg og fjölþætt. Hér vinnur fólk með fjölbreyttan bakgrunn, bæði með iðn- og tæknimenntun, en einnig sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum. Samfélagsábyrgð, sjálfbærni og loftslagsmál eru gríðarlega ofarlega á baugi hjá okkur og eins leggjum við ríka áherslu á jafnrétti og öryggi starfsfólks. Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að ná markmiðum okkar sem snúa að því að vera góður samfélagsþegn, stuðla að orkuskiptum í samgöngum, minnka kolefnissporið okkar, auka starfsánægju og að öll komum við heil heim í lok vinnudags. Ef þú ert að leita að starfi hvetjum við þig til að kynna þér hvað við höfum upp á að bjóða.
Störf í boði
Hvernig vinnustaður er Orkuveitan?
Þegar við hefjum störf á nýjum vinnustað er margt sem þarf að læra. Við leggjum áherslu á að starfsfólki líði vel og fái tækifæri til að vaxa, bæði í vinnu og einkalífi. Það er okkur því mikilvægt að skapa jákvætt og hvetjandi starfsumhverfi svo að starfsfólk Orkuveitunnar geti verið drifkraftur jákvæðra breytinga.