VOR - Vísinda- og frumkvöðlasjóður Orkuveitunnar

Loading...

VOR, vísinda- og frumkvöðlasjóður Orkuveitunnar, hefur í þremur úthlutunum styrkt 80 verkefni fyrir samtals um 300 milljónir króna. Verkefnin hafa ýmist verið rannsóknaverkefni, frumkvöðlaverkefni eða námsverkefni sem unnin hafa verið af fjölbreyttum einstaklingum innan fyrirtækja, stofnana og háskóla. Verkefnin hafa öll það markmið að stuðla að sjálfbærri framtíð fyrir samfélagið. Nánari upplýsingar um verkefni sem hafa hlotið styrk er að finna neðar á þessari síðu.

Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir og verkefni sem tengjast starfssviði Orkuveitunnar. Áhersla er lögð á stefnu Orkuveitunnar og markmið félagsins um að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar.

Sjóðurinn veitir styrki til eins árs í senn. Umsóknargátt sjóðsins er opin í fjórar vikur frá auglýsingu. Ekki verða auglýstar nýjar úthlutanir úr sjóðnum fyrir árið 2026 en Orkuveitan mun auglýsa á vef og samfélagsmiðlum Orkuveitunnar þegar næst verður úthlutað úr sjóðnum.

Fyrirspurnir má senda á netfangið vor@or.is.