Markmið framkvæmdanna er annars vegar að stækka vinnslusvæðið í Hverahlíð til að viðhalda vinnslugetu Hellisheiðarvirkjunar en hins vegar að rannsaka hversu langt suður eftir Norðurhálsum og í Meitlum nýtanlegan jarðhita er að finna til að mæta aukinni eftirspurn eftir heitu vatni og rafmagni.
Jarðvarmi
Vegna legu landsins á mótum tveggja jarðskorpufleka er Ísland ríkt af jarðhita.
Talið er að Reykjavík dragi nafn sitt af gufunni sem lagði frá hverasvæðunum í Laugardal. Rétt austan við höfuðborgina liggur eldvirkt gosbelti sem nýtt er með virkjunum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Jarðhitinn er endurnýjanleg auðlind. Gæta þarf að því að nýting hans á hverjum stað sé ekki of ágeng með tilliti til þess hversu hröð endurnýjunin er.
Vinnslu úr jarðhita fylgir sú ábyrgð að hún hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki. Til þess er haft samráð við fjölda hagsmunaaðila virkjanarekstursins.
Til að hitinn berist úr jarðskorpunni til yfirborðs þarf vatn. Flestar hitaveitur landsins nota jarðhitavatnið beint úr jörðinni. Þannig var vatnið úr Þvottalaugunum í Laugardal fyrst nýtt til að hita hús í Reykjavík árið 1930. Innan eldvirka beltisins er jarðhitagufa notuð til að hita upp kalt vatn fyrir hitaveitur, en gufan er jafnframt notuð til rafmagnsvinnslu.
Orkuveitan hefur tryggt sér jarðhitaréttindi víða til að gegna hlutverki sínu en hitaveiturnar eru umfangsmesti veitureksturinn á vegum fyrirtækisins. Uppbygging og rekstur hitaveitna er í höndum Veitna.
Varmavinnsla úr náttúrulindum á lághitasvæðum og háhitasvæðum á suðvestur horninu eru ein af undir stöðum reksturs Veitna og Orku náttúrunnar og lífsgæða þess samfélags sem Orkuveitan þjónar. Undanfarin ár hafa Veitur vakið at hygli á ábyrgri neyslu á heitu vatni því heitt vatn til húshitunar eru ekki óþrjótandi náttúrugæði. Viðhald vinnslugetu jarðvarmavirkjananna á Hengilssvæðinu fyrir heitt vatn og rafmagn hafa einnig verið eitt af mikil vægustu verkefnum Orku náttúrunnar. Fólk áttar sig nú betur á en áður að forgangsraða þarf jarðhita í þágu húshitunar fyrir lífsgæði á Íslandi.
Veitur reka þrettán hitaveitur; eina á höfuðborgarsvæðinu sem er sú stærsta, fimm á Vesturlandi og sjö á Suðurlandi, sjá um hitaveituna á vef Veitna. Hitaveiturnar þjóna um 70% þjóðarinnar.
Hér má lesa meira um hitaveituna.
Jarðvarmavirkjanir Orku náttúrunnar
Á Hengilssvæðinu rekur Orka náttúrunnar tvær fullkomnustu jarðhitavirkjanir landsins með tilliti til orkunýtni þar sem bæði rafmagn og heitt vatn er framleitt úr háhitaauðlindinni. Jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði voru byggðar til að mæta auknum þörfum á heitu vatni í samfélaginu.
Nesjavallavirkjun, sem er staðsett norðan við Hengilinn, framleiðir heitt vatn og rafmagn. Hellisheiðarvirkjun var gangsett árið 2006 og framleiðir einnig heitt vatn og rafmagn. Rafmagnið frá virkjuninni er selt um allt land og heita vatnið sem þar er framleitt er notað til hitaveitu fyrir meira en helming höfuðborgarsvæðisins.
Allt umfram jarðhitavatn frá Hellisheiðarvirkjuninni rennur að jafnaði í niðurrennsliskerfi niður fyrir grunnvatnskerfi í jarðhitageyminn. Lofthreinsistöð er staðsett við virkjunina sem að nýtir Carbfix aðferðina til að hreinsa brennisteinsvetni og koltvísýring sem að leyst eru upp í jarðhitavatni og veitt í niðurrennsliskerfi.
Jarðhitagarður Orku náttúrunnar
Hagnýting jarðhitans hér á landi verður sífellt fjölbreyttari. Markmið þessarar fjölnýtingar er í senn að nýta betur orkuna sem fæst úr jarðhitasvæðunum og nota þau efni sem koma upp með jarðgufunni. Orka náttúrunnar rekur sérstakan jarðhitagarð við Hellisheiðarvirkjun í þessu skyni.
Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar, stendur á rúmlega 100 hektara svæði við Hellisheiðarvirkjun, er leitað leiða til að fjölnýta auðlindastrauma virkjunarinnar með fjölbreyttri notkun á varma, rafmagni, vatni og jarðhitalofttegundum. Í þessum græna iðngarði er samfélag framsækinna fyrirtækja sem skilja mikilvægi hringrásarhugsunar og samstarfsaðilar deila innviðum, þekkingu og auðlindum til að lágmarka sóun og hámarka ávinning fyrir fyrirtækin, samfélag og náttúru. Áhersla er lögð á að styðja við nýsköpun tengda jarðvarma og sjálfbærni og flýta þannig fyrir framþróun grænna tæknilausna.
Ríkar kröfur eru gerðar til fyrirtækja sem ætla að starfa í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar vegna vatnsverndar, ásýndar, ónæðis og umgengni. Á byggingatíma verkefna er gerð krafa um endurnýtingu gróðurþekju sem fellur til. Hún er notuð í frágang þegar jarðvinnu lýkur eða nýtt annars staðar á athafnasvæði fyrirtækisins þar sem hennar er þörf.
Smelltu hér til að lesa nánar um Jarðhitagarð ON.

Glóð - Nýsköpunarkjarni Jarðhitagarðs
Unnið er að uppbyggingu Glóðar, Nýsköpunarkjarna Jarðhitagarðsins. Í Glóð verður aðstaða og aðgengi að auðlindum fyrir jarðvarmatengda nýsköpun, þróun og rannsóknir, bæði innlend og alþjóðleg samstarfsverkefni. Kjarninn styður sérstaklega við jarðvarmatengda nýsköpun og hvetur til samstarfs með sjálfbærni og hringrásarhugsun að leiðarljósi.
