Nýsköpunarfestival Veitna
Veitur stóðu fyrir sínu fyrsta nýsköpunarfestivali í Elliðaárstöð 3.-5. júní 2025. Þar tókst hópur skapandi fólks á við áskoranir í orku- og veitumálum. Viðgangsefnin snerta okkur öll, samfélagið í heild sinni og komandi kynslóðir.
Stórar áskoranir leystar á stuttum tíma
Unnið var eftir hugmyndafræði hönnunarspretta (e. design sprints) en með þeim er hægt að leysa stórar áskoranir á stuttum tíma með því að vinna saman, nota sköpunarkraftinn, rökhugsun og snerpu. Á nýsköpunarfestivalinu voru fimm áskoranir teknar fyrir og um 20 manns töku þátt í hverjum spretti.
Áskoranir spretta
- Flýtimeðferð framkvæmda: Hvernig getum við hraðað framkvæmdum í veitukerfum – án þess að slaka á öryggi og gæðum?
- Fitulaus fráveita: Hvernig getum við komið í veg fyrir að fita endi í fráveitunni – og breytt úrgangi í auðlind?
- Orkuvitund: Hvernig getum við aukið skilning fólks á orku og orkunotkun sinni og hvatt það til að nýta hana á skynsaman hátt?
- Tenging til framtíðar: Hvernig samhæfum við veituinnviði og uppbyggingaráform
- Fráveita framtíðarinnar // Flushing to the future: Ef við gætum byrjað frá grunni – hvernig myndum við hanna fráveitukerfi framtíðarinnar?
Norhumbrian Waters Innovation festival fyrirmyndin
Fyrirmynd nýsköpunarfestivalsins má rekja til Northumbrian Waters Innovation festival í Newcastle sem er eitt stærsta veitu tengda nýsköpunarfestival í heiminum. Nýsköpunarteymið hjá Northumbrian Waters veitti ráðgjöf við undirbúning festivalsins.
Á vef Veitna má kynna sér nýsköpunarfestivalið enn betur og skrá sig á póstlista fyrir næsta nýsköpunarfestival þeirra.