Vatnið – undirstaða alls
Í Hellisheiðarvirkjun á vatnið stóran þátt í öllu sem við gerum, hvort sem það er við framleiðslu rafmagns eða heita vatnsins. Forvitnishornið í Jarðhitasýningu Hellisheiðarvirkjunar hefur nú tekið breytingum til þess að varpa enn frekar ljósi á þá dýrmætu auðlind sem hreina vatnið okkar er.
Teiknarinn Ninna Þórarinsdóttir fangaði hringrás vatnsins á fallegri teikningu, auk þess sem hún endurteiknaði mynd sem sýnir líffræðilegan fjölbreytileika og hvernig Orkuveitan, Orka náttúrunnar og Carbfix vinna saman að því að vernda hann.
Í Forvitnishorninu má nú sjá nýjan vegg tileinkaðan vatninu, þar sem myndir af vatni í alls konar myndum, í náttúrunni, í notkun og í daglegu lífi, mynda lifandi heild. Gestir geta jafnframt speglað eigin vatnsnotkun í daglegu lífi og séð hversu órjúfanlega vatnið tengist lífsgæðum okkar allra.
Vatnsveggur Jarðhitasýningarinnar er hluti af Icewater verkefninu.
Við hvetjum öll til að gera sér ferð í Jarðhitasýningu Hellisheiðarvirkjunar og kynna sér þær auðlindir sem við búum að á Íslandi og hvernig Orkuveitan nýtir þær á ábyrgan hátt.