18. desember 2020
OR og Reykjavíkurborg styrkja uppsetningu hleðslubúnaðar
Loading...
OR og Reykjavíkurborg hafa styrkt 31 húsfélag við uppsetningu hleðslubúnaðar fyrir rafbíla.
„Það er náttúrulega mjög þægilegt að geta rennt í hlað og stungið beint í samband í stað þess að vera með snúru inn um glugga íbúðar á annarri hæð í blokk,“ segir Pétur Karlsson þrívíddarhönnuður og íbúi við Eskihlíð 10a í Reykjavík.
Pétur og aðrir íbúar Eskihlíðar 10 settu upp tvær hleðslustöðvar með samtals fjórum tenglum nú í september og hlutu styrk frá OR og Reykjavíkurborg til verksins.