26. júní 2025

Norrænir borgarfulltrúar í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun

Loading...

Orkuveitan, Orka náttúrunnar og Carbfix tóku í dag á móti borgarstjóra Þórshafnar og borgarfulltrúum Nuuk og Reykjavíkur sem voru í heimsókn á landinu vegna VestNor. VestNor er samstarf höfuðborga Íslands, Færeyja og Grænlands og dvelur hópurinn nú á Íslandi vegna stjórnarfundar samstarfsins, sem að þessu sinni er haldinn í Reykjavík.

Í tengslum við dvöl hópsins á landinu heimsóttu fulltrúar VestNor Hellisheiðarvirkjun þar sem Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, Ingunn Gunnarsdóttir, leiðtogi nýsköpunar hjá Orku náttúrunnar, og Bergur Sigfússon, tækniþróunarstjóri Carbfix, gáfu gestunum innsýn í starfsemi fyrirtækjanna. Sérstök áhersla var lögð á umhverfisvæna orkuvinnslu, kolefnisföngun og nýsköpun í þágu sjálfbærrar þróunar.

Með heimsókninni var lögð áhersla á að kynna íslenskar lausnir sem geta nýst í alþjóðlegu samhengi og byggja á samstarfi vísinda og nýsköpunar.

Við þökkum gestunum kærlega fyrir heimsóknina, sem skapaði vettvang fyrir lifandi umræðu um orkuskipti og loftslagsmál milli norrænna nágranna sem deila svipuðum áskorunum og tækifærum.

Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Loading...
Loading...