30. sep 2025
Orkuveitan
Orkuveitan býður til samtals í Grósku í tilefni starfsloka Hólmfríðar Sigurðardóttur, frumkvöðuls í loftslags- og umhverfismálum.
Markvissar aðgerðir í loftslagsmálum voru vart hafnar hér á landi fyrir tuttugu árum. Um það leyti hóf Hólmfríður Sigurðardóttir störf hjá Orkuveitunni, fyrst sem verkefnastjóri Carbfix. Nú hefur Fríða hætt störfum og við þau tímamót finnst okkur tilvalið að efna til samtals um loftslagsvána.
Aðgangur er ókeypis, en þörf er á skráningu vegna takmarkaðs sætaframboðs.
Dagsetning: 10.október 2025
Tímasetning: 15:00 - 16:30
Staðsetning: Gróska
Að lokinni dagskrá bjóðum við gestum að þiggja léttar veitingar.
Loftslagsmarkmið Orkuveitunnar og hvernig við náum þeim
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir, sérfræðingur Orkuveitunnar í sjálfbærnimálum.
Steingerður á rafmagnsbílnum
Tinna Jóhannsdóttir, forstöðumaður markaðs- og sjálfbærnimála hjá ON.
Carbfix næstum tvítugt
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Tíðin mín Fríða - Pallborðsumræður um loftslagsvána
Hildigunnur H. H. Thorsteinsson, forstjóri Veðurstofunnar.
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Hólmfríður Sigurðardóttir, fyrrverandi Umhverfisgyðja Orkuveitunnar.
Að lokum
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar.
Fundarstjóri
Eiríkur Hjálmarsson, sjálfbærnistjóri Orkuveitunnar.