26. nóvember 2018

Traustur fjárhagur og talsverðar fjárfestingar

Loading...

Þrátt fyrir lækkun á gjaldskrám fyrir kalt vatn og rafmagnsdreifingu í upphafi árs jukust tekjur OR samstæðunnar á fyrstu níu mánuðum ársins frá sama tímabili 2017. Aukin umsvif í samfélaginu, fjöldi nýbygginga, auknar tekjur af heildsölu rafmagns og kalt tíðarfar valda því.  

Framlegð og afkoma reksturs OR og dótturfélaganna voru betri á fyrstu níu mánuðum þessa árs en 2017. Reiknaðar stærðir, sem áhrif hafa á heildarafkomu en ekki sjóðstreymi, voru hinsvegar óhagfelldari í ár en í fyrra.

Árshlutareikningur samstæðu OR var samþykktur á fundi stjórnar í dag og sýnir hann 5,9 milljarða króna hagnað á fyrstu níu mánuðum ársins. Auk móðurfélagsins eru Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur í samstæðunni.

OR - Árshlutareikningur samstæðu F3 2018

Fjárfestingar innan samstæðunnar eru talsverðar. Auk þess að tengja fjölda nýbygginga við veitukerfin, vinna Veitur að endurnýja stofnæða hita- og vatnsveitna, boranir eftir gufu, sem tekist hafa vel, hafa staðið við virkjanir Orku náttúrunnar á Nesjavöllum og Hellisheiði og heimilum tengdum Ljósleiðaranum fjölgar.

Eins og fram kemur í fjárhagsspá OR fyrir árin 2019-2024, sem birt var 5. október síðastliðinn, er útlit fyrir stöðugleika í rekstri og afkomu Orkuveitu Reykjavíkur næstu árin þrátt fyrir verulegar fjárfestingar í uppfærslu veitukerfa og aukinni sjálfvirkni, meðal annars með snjallvæðingu notkunarmælinga.

Yfirlit stjórnenda

Fjárhæðir í milljónum krónaF3 2014F3 2015F3 2016F3 2017F3 2018
Rekstrartekjur26.96028.95129.92131.31033.459
Rekstrarkostnaður(9.195)(10.718)(11.785)(11.744)(12.540)
þar af orkukaup og flutningur(3.644)(4.645)(4.555)(4.238)(4.404)
EBITDA17.76618.23418.13619.56620.919
Afskriftir(6.510)(7.172)(7.584)(7.051)(6.965)
Rekstrarhagnaður (EBIT)11.25611.06110.55112.51513.954
Afkoma tímabilsins7.8793.0939.36810.5125.924