23. maí 2016

Rekstur OR í traustu horfi

Loading...

Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er stöðug og rekstrarhagnaður fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 svipaður og síðustu ár. Tekjur hafa vaxið en á móti vega hærri laun með nýjum kjarasamningum. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) nam 4.850 mkr. fyrstu þrjá mánuði ársins 2016 en var 4.831 mkr. á sama tímabili 2015. Árshlutareikningur samstæðu OR fyrir 1. ársfjórðung 2016 var samþykktur af stjórn OR í dag.

Heildarafkoma samstæðunnar er lakari nú en í fyrra og er veigamesta skýringin lægra álverð og lægra gengi Bandaríkjadals. Það hefur áhrif á reiknað verðmæti raforkusölusamninga og færist til gjalda í fjármagnsliðum uppgjörsins. Hagnaður tímabilsins reiknast 2,5 milljarðar króna en var 3,3 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi 2015.

Bjarni Bjarnason, forstjóri

Rekstur OR er í traustu og góðu horfi, afkoman stöðug og fjárhagurinn styrkist hægt og bítandi. Við erum á síðasta ári Plansins, aðgerðaáætlunarinnar sem hleypt var af stokkunum vorið 2011. Við höfum þegar náð meginmarkmiði þess og nú styttist í að fjárhagsleg skilyrði til arðgreiðslna verði uppfyllt. Nú stendur yfir greining á afkomu allra rekstrarþátta OR. Niðurstaða hennar verður efniviður í að móta framtíðarsýn í rekstri samstæðunnar þegar Planinu lýkur.

Fjárhæðir eru í milljónum krónaF1 2012F1 2013F1 2014*F1 2015F1 2016
Rekstrartekjur10.57110.65011.11011.336
Rekstrarkostnaður(3.386)(3.361)(3.880)(4.079)
þ.a. orkukaup og flutningur(1.290)(1.441)(1.868)(1.635)
EBITDA7.1857.2887.2307.257
Afskriftir(2.295)(2.234)(2.399)(2.406)
Rekstrarhagnaður EBIT4.8905.0544.8314.850
Afkoma tímabilsins(3.998)4.1663.2762.535
Sjóðstreymi:
Innleystar vaxtatekjur58881722
Greidd vaxtagjöld(1.258)(1.113)(989)(679)
Handbært fé frá rekstri4.7135.1695.2464.998
Veltufé frá rekstri5.3165.2896.1456.129

*Ekki var gert uppgjör fyrir 1. ársfjórðung 2014 vegna uppskiptingar Orkuveitu Reykjavíkur.

OR Árshlutareikningur samstæðu F1 2016

Stöðuskýrsla aðgerðaáætlunar F1 2016

Lykiltölur fjármála F1 2016