16. október 2019
Ekki þörf á að sjóða vatn úr Grábrókarhrauni
Loading...
Veitur, að höfðu samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands, aflétta hér með tilmælum til viðskiptavina vatnsveitu fyrirtækisins úr Grábrókarhrauni um suðu neysluvatns. Sýni tekin úr vatnsbólinu sjálfu og víðar úr veitukerfinu síðustu daga hafa staðist gæðakröfur og settur hefur verið upp lýsingarbúnaður við vatnsbólið sem tryggir enn frekar öryggi vatnsins.
Veitur biðja viðskiptavini velvirðingar á öllum þeim óþægindum sem þetta hefur valdið og þakka þeim fyrir að sýna stöðunni skilning.