10. október 2024

Að móta tækifæri

Loading...
Fyrir einhverjum áratugum síðan hefði fáum dottið í hug að á Íslandi yrðu starfandi stór alþjóðleg nýsköpunar- og tæknifyrirtæki á borð við Marel og Össur eða að íslenskar rann­sóknir í heilbrigðisvísindum yrðu eftirsóttar á heimsvísu. Með frumkvöðlastarfi hafa þekk­ing, störf og tekjur af starfsemi fyrrum sprotafyrir­tækja skipt sköpum fyrir sam­félagið. Mörg þessara fyrirtækja eiga upptök sín í umhverfi Háskóla Íslands og samstarfsháskóla.