Hrein tækifæri 2025

Hrein tækifæri 2025 Vefur Texti og mynd 3.jpg

Heimurinn er að breytast. Valdajafnvægi færist til, nýir kraftar móta framtíðina og alþjóðleg samkeppni um sjálfbærni, orkuöryggi og tækniframfarir er í sífelldri mótun. Á Íslandi búum við yfir einstökum og eftirsóknarverðum styrkleikum - hreinni orku, þekkingu og sterkum innviðum – en hvernig nýtum við þessa styrkleika?

Á Hreinum tækifærum Orkuveitunnar 2025 rýnum við í stöðu Íslands í nýrri heimsmynd. Við skoðum hvernig Orkuveitan og dótturfélög ætla að bregðast við vaxandi þörfum samfélagsins, hvernig við staðsetjum okkur í breyttum heimi – og hvaða hreinu tækifæri það eru sem bíða okkar.

Nýttu tækifærið – vertu með!

Fylla þarf út

Dagskrá:

Sérstaða Íslands í straumhvörfum heimsins

Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar

Í erindi sínu fjallar Sævar Freyr Þráinsson um hvernig Ísland getur nýtt sér einstaka stöðu sína í heimi þar sem straumhvörf í orkumálum, loftslagsaðgerðum og nýrri tækni móta framtíðina. Hann dregur fram hvernig Orkuveitan og dótturfélög hennar vinna að því að skapa raunveruleg tækifæri fyrir íslenskt samfélag og atvinnulíf – með jarðvarma, vindorku, kolefnisbindingu og innviðum sem styðja við orkuskipti, nýsköpun og alþjóðlega samkeppnishæfni.

Speaker Sævar.png

Climate Capitalism

Akshat Rathi. Margverðlaunaður loftslagsblaðamaður hjá Bloomberg News. Hann stjórnar hlaðvarpinu Zero, loftslagshlaðvarpi fyrir Bloomberg Green og skrifar fréttabréf um loftslagslausnir. Hann hefur unnið fyrir Quartz og The Economist. Vitnað hefur verið í verk hans í víðlesnum alþjóðlegum ritum, þar á meðal New York Times, Washington Post, New Yorker, The Guardian, Wall Street Journal og Financial Times. Akshat Rathi gaf nýverið út bókina Climate Capitalism.

  • Hér er hægt að lesa nánar um Akshat Rathi.

Speaker Akshat Rathi.png

Vaxandi þarfir og ákall samfélagsins - áskoranir og tækifæri

  • Einar Þórarinsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans
  • Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna
  • Árni Hrannar Haraldsson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar
  • Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix
  • Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar Orkuveitunnar

Speaker Framkvstjórar.png

Pallborðsumræður:

Getur Ísland verið leiðandi í breyttum heimi?

  • Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins
  • Gylfi Magnússon, stjórnarformaður Orkuveitunnar
  • Daði Már Kristófersson, fjármálaráðherra
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka Iðnaðarins

Þórður Gunnarsson, stjórnarmaður Orkuveitunnar og fjölmiðlamaður, stýrir umræðum.

Speaker Panel.png

Heiða Björg Hilmisdóttir, Borgarstjóri Reykjavíkur, lokar fundinum.

Speaker Heiða.png

Jóhanna Rakel, samfélagsmiðlastjóri Orkuveitunnar, stýrir fundinum.

Speaker Joe.png