Vindorka

Loading...

Í ljósi íbúafjölgunar, þróunar byggðar og aukinnar eftirspurnar eftir grænni orku er brýnt að huga að fjölbreyttum lausnum í orkuöflun og nýta þá möguleika sem endurnýjanlegir orkugjafar bjóða upp á. Stefna Orkuveitunnar er að auka sjálfbæra og fjölbreytta orkuframleiðslu umtalsvert í markvissum skrefum og virðist vindorka vera vel til þess fallin. Núverandi orkukerfi mun ekki standa undir íbúaþróun og uppbyggingu næstu áratuga né ná að uppfylla stefnu stjórnvalda um orkuskipti í baráttunni við loftslagsvána. Jarðhiti og vatnsorka hafa lengi verið sterkar stoðir í orkuöflun Orkuveitunnar en þær eru ekki óþrjótandi. Það tekur langan tíma að undirbúa nýja jarðhita- og vatnsaflskosti og því er nauðsynlegt að horfa til fleiri lausna. Vindorka gæti létt á núverandi orkukerfi og gert okkur kleift að nýta auðlindirnar betur, með stöðugri og hagkvæmri raforkuframleiðslu til lengri tíma.

Með fjölgun endurnýjanlegra orkukosta eflum við orkuöryggi og stuðlum að loftslagsvænum lausnum. Vindorka getur gegnt lykilhlutverki í að skapa fjölbreyttara, öruggara og umhverfisvænna orkukerfi – fyrir komandi kynslóðir.

Vindorkuverkefni Orkuveitunnar

Loading...
Vindorkukostur við Dyraveg

Orkuveitan vinnur nú að uppsetningu á 120 metra háu vindmælimastri við Dyraveg í Ölfusi. Mælingar með mastrinu eru forsenda þess að hægt sé að taka upplýsta ákvörðun um hvort aðstæður á svæðinu séu heppilegar til vindorkuframleiðslu.

Hér getur þú lesið meira um verkefnið.